Minni fiskafli í október en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 3,2% minni en í október 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði, að sögn Hagstofunnar.

Aflinn í október 2009 var 66.921 tonn samanborið við 93.959 tonn í sama mánuði árið áður.

Botnfiskafli dróst saman um rúm 1000 tonn frá október 2008 og nam rúmum 39.000 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 16.000 tonn, sem er um 5.000 tonnum meira en árið áður. Ýsuaflinn nam rúmum 6000 tonnum sem er um 1100 tonnum minni afli en í október 2008. Ufsaaflinn stóð nokkurn veginn í stað á milli ára og nam tæpum 6000 tonnum og tæp 6000 tonn veiddust einnig af karfa, sem er um tæplega 5000 tonnum minni afli en í október 2008.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 26.000 tonnum sem er um helmingi minni afli en í október 2008. Skýrist sú breyting nær alfarið af minni síldarafla, en 81 tonn veiddist af kolmunna samanborið við 433 tonn árið áður.
 
Flatfiskaflinn var 1398 tonn í október 2009 og jókst um 59 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 543 tonnum samanborið við um 749 tonna afla í október 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK