Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd

Að beiðni skilanefndar Kaupþings hefur Héraðsdómur Reykjavíkur framlengt greiðslustöðvun bankans í níu mánuði eða til 13. ágúst á næsta ári.

Á fundi 20. október sl. fengu kröfuhafar Kaupþings yfirlit yfir framgang mála frá síðasta kröfuhafafundi sem var haldinn í febrúar á þessu ári. Ólafur Garðarsson, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun og stjórnarmaður í slitastjórn Kaupþings kynnti áform um að óskað yrði eftir framlengingu á greiðslustöðvuninni um níu mánuði.

Bankanum var upphaflega veitt heimild til greiðslustöðvunar 24. nóvember 2008 til 13. febrúar 2009. Greiðslustöðvunin var framlengd frá 13. febrúar til 13. nóvember 2009. Loks hefur greiðslustöðvunin verið framlengd um níu mánuði, til 13. ágúst 2010, með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK