Skattahækkanir auka verðbólgu

Áfengisgjald var hækkað ríflega um áramótin og dreytillinn er dýr …
Áfengisgjald var hækkað ríflega um áramótin og dreytillinn er dýr um þessar mundir. Árni Sæberg

IFS greining spáir 8,3% verðbólgu í janúar. Helsta ástæðan hækkunar vísitölu neysluverðs eru sagðar hækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Fram kemur hjá IFS að sífellt fleiri telji verðbólguna á Íslandi munu verða háa til lengri tíma sem sést á verðbólguálagi skuldabréfa sem stendur nú í 5%.

Áfengis- og tóbaksgjald hækkaði um 10% í janúar sem leiðir til 0,23% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Hækkun á eldneytisverði vegna hækkunar vörugjalds á þeirri vöru leiðir einnig til hækkunar á verðlagi, eða sem nemur 0,18%.

IFS spáir því að meðalverðbólga ársins 2010 verði 6%, sem er talsverð hækkun frá fyrri spá greiningarfyrirtækisins. „Eftir því sem það tekur lengri tíma fyrir verðbólguna að koma niður aukast verðbólguvæntingar almennings og fjárfesta,“ segir í spá IFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK