Lánshæfishorfur ríkisins versna

Lánshæfishorfur íslenska ríkisins gætu versnað umtalvert á næstunni að mati Moritz Kraemer, sem er formaður nefndar sem tekur ákvarðanir um lánshæfiseinkunn ríkja hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor's. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar. 

Sem kunnugt er þá breytti S&P horfunum fyrir lánshæfi íslenska ríkisins í neikvæðar í kjölfar þess að forsetinn neitaði að staðfesta lög um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum. Fram kemur í frétt Bloomberg að hugsanlegt sé að matsfyrirtækið lækki mat ríkisins innan mánaðar komi ekki fram skýrar vísbendingar um að ákvörðun forsetans muni ekki hafa áhrif á þá lánasamninga sem stjórnvöld hafa gert. 

Haft er eftir Kraemer að hætta sé á að samkomulag stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fari í uppnám vegna þeirrar pólitísku stöðu sem upp er kominn og ef að það leiði til þess að frekari óvissu um lánafyrirgreiðslu annarra ríkja handa Íslandi kunni það að verða til þess að núverandi ríkisstjórn hrökklist frá völdum. 

Kraemer bendir ennfremur á að lánasamningar Íslands og Norðurlanda séu ekki hefðbundnir tvíhliða samningar heldur velti lánafyrirgreiðslan á því að samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld náist. Ennfremur eru þessi lán í tengslum við aðkomu AGS við uppbyggingu efnahagslífsins hér á landi og fáist þau ekki greidd þá horfurnar á fjármögnun ríkissjóðs orðnar ansi slæmar að mati Kraemer.

Bloomberg hefur jafnframt eftir honum að ef að stjórnvöld á Norðurlöndum telji að þau lög um ríkisábyrgð sem nú eru í gildi standist ekki skilyrði þeirra þá þyrftu íslensk stjórnvöld að semja á ný við AGS um útfærslu efnahagsaðstoðarinnar. Óvissan sé því mikil á Íslandi og segir Kraemer að menn ættu að búast við óvæntum atburðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK