Atvinnuleysi mælist 9,9% á evrusvæðinu

Atvinnuleysi er mest í Lettlandi og Spáni.
Atvinnuleysi er mest í Lettlandi og Spáni. Reuters

 Atvinnuleysi mældist 9,9% að meðaltali í janúar í þeim sextán ríkjum sem tilheyra Myntbandalagi Evrópu. Er þetta sama hlutfall og í desember 2009 en atvinnuleysið mældist 8% í janúar í fyrra á evru-svæðinu. Mest er atvinnuleysið í Lettlandi, 22,9% og 18,8% á Spáni. Minnst er atvinnuleysið í Hollandi, 4,2% og 5,3% í Austurríki.

Samkvæmt áætlun Eurostat, Hagstofu Evrópu eru tæplega 23 milljónir atvinnulausir í ríkjum Evrópusambandsins. Það samsvarar 9,5% atvinnuleysi.

Atvinnuleysið er mest meðal unga fólksins en í janúar var atvinnuleysi meðal fólks undir 25 ára 20,2% á evrusvæðinu og 20,9% á ESB svæðinu öllu. Í Lettlandi er atvinnuleysi 43,6% hjá þessum aldurshópi og 39,6% á Spáni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK