Íhugar yfirtöku á Blacks Leisure

Mike Ashley
Mike Ashley Reuters

Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct International, sem Mike Ashley stýrir, mun jafnvel gera yfirtökutilboð í útivistarvörufyrirtækið Blacks Leisure, einungis tæpri viku eftir að hafa komið í veg fyrir áætlanir stjórnenda Blacks um að auka hlutafé félagsins. Sports Direct yfirtók 28,5% hlut Kaupþings í Blacks nýverið.

Ætlunin var að auka hlutafé Blacks um 22 milljónir punda, 4,3 milljarða króna, en aukningin var hluti af endurskipulagningu rekstrar Blacks en í nóvember náði félagið að semja við lánadrottna. Loka þurfti yfir 100 verslunum keðjunnar. Höfðu stofnanafjárfestar samþykkt að koma inn í reksturinn með nýtt hlutafé. En í krafti hlutar síns gat Sports Leisure komið í veg fyrir þær áætlanir.

Löngum hefur andað köldu milli Ashley og Blacks og hefur hann áður ætlað sér að eignast félagið. Hann keypti hlutinn af þrotabúi Kaupthing Singer & Friedlander (KSF), að því er segir í frétt Guardian.

Þetta útspil Ashley hefur hleypt nýju lífi í viðskipti með hlutabréf Blacks og hækkuðu þau um rúm 8% í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK