Telegraph rifjar upp starfsemi Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Kristinn

Breska dagblaðið Telegraph fjallar um fyrirætlanir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að hefja verslunarrekstur í Bretlandi á ný, í dag.  Þar segir að Jón Ásgeir fyrrum stjórnarformaður Baugs sem varð gjaldþrota sé að undirbúa endurkomu í breskan verslunarrekstur, nú með keðju lágvöruverðsverslana undir heitinu Best Price.

Fjallað var um nýtt Bónusævintýri Jóns Ásgeirs í Viðskiptablaðinu í gær. Jón Ásgeir bar þá frétt hins vegar til baka í fréttum Bylgjunnar í gær.

Telegraph fer yfir sögu Baugs í Bretlandi frá árinu 2001 og hvaða verslanir hafi verið í eigu fyrirtækisins. Segir blaðið að lítið hafi farið fyrir Jóni Ásgeiri frá gjaldþroti Baugs fyrir ári síðan en um gjaldþrot upp á 1 milljarð punda, 193 milljarða króna hafi verið að ræða. Segir í Telegraph að rekstur Baugs hafi byggt á lánsfé frá íslensku bönkunum en sú uppspretta hefði þornað upp þegar íslensku bankarnir fóru í þrot í október 2008.

Hefur Telegraph eftir einum breskum smásala að Jón Ásgeir séu með Best Price að líkja eftir verslunarkeðjunni Kwik Save.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK