Hagar skráðir í júní

Bónus er í eigu Haga.
Bónus er í eigu Haga. Kristinn Ingvarsson

Hlutabréf Haga verða tekin til rafrænnar skráningar hjá Kauphöll Íslands 23. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Arionbanki birti í Lögbirtingarblaðinu í gær. Þetta felur hins vegar ekki í sér að hlutabréf fyrirtækisins verði skráð þá á markaði eins og áform eru um að gera.

1998 ehf., er að 95,7% hluta í eigu Arionbanka, en félagið var áður í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. 1998 fékk tæplega 264 milljónir evra að láni hjá Kaupþingi til að kaupa Haga út úr Baugi.

Arionbanki tilkynnti 4. febrúar síðastliðinn að Hagar yrðu skráðir á hlutabréfamarkað. Stjórnendum Haga verður gert kleift að kaupa allt að 15% hlut á sama verði og aðrir fjárfestar sem hafa áhuga, og þar af mun Jóhannes Jónsson eiga kost á því að kaupa 10%. Reikna má með að útboð fari fram á hlutabréfum Haga fyrir skráninguna 23. júní. Ekki liggur fyrir á hvaða verði bréfin verða seld í útboðinu, en í tilkynningunni kemur fram að nafnverð hlutabréfa verði ein króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK