Gylfi telur Ísland muni uppfylla skilyrði evru

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon mbl.is/Ómar

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ekki von á því að ef Ísland ákveði að sækja um aðild að Myntbandalagi Evrópu þá muni það ferli taka fimm ár hið minnsta. Hann efast hins vegar ekki um að Íslandi muni á þeim tíma uppfylla þau skilyrði sem sett er fyrir upptöku evru. Þetta kom fram í máli Gylfa í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils.

Að sögn Gylfa er nauðsynlegt að fá erlent fjármagn inn í landið og nú fáist það fjármagn hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum. Síðar muni aðrir lánamöguleikar opnast fyrir Íslendinga á eðlilegu kjörum.

Hann segir að traust Íslendinga á hver öðrum hafi rýrnað í kjölfar hrunsins. Það muni vonandi breytast og menn fari að treysta hver öðrum á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK