Farþegum Icelandair fjölgar

Icelandair flutti alls 87.772 farþega í mars sem er 24% aukning frá sama mánuði í fyrra. Sætanýting var 74,6% en var 72,1% í fyrra. Það sem af er árinu hefur félagið flutt 227.175 farþega sem er 20% aukning milli ára. Sætanýting var 68,1% sem er svipað og í fyrra. 

Icelandair segir í tilkynningu, að aukning hafi verið á öllum leiðum til Íslands og einnig á leiðum frá Íslandi nema til Norðurlandanna. Mestur vöxtur hafi verið á leiðum milli Íslands,  Manchester og Glasgow.

Þá hafi sætaframboð verið aukið um 26% milli ára, meðal annars vegna nýrrar áætlunar til Seattle.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK