Fjármagnaði Kjalar við veðkall

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Kaupþing fjármagnaði 9,9% fjárfestingafélagsins Kjalar í Kaupþingi, eftir að Citibank sagði upp láni Kjalars hjá bankanum. Þetta kemur fram í fundargerð lánanefndar Kaupþings 18.mars 2008, sem sagt er frá í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Í mars 2008 stóð félagið frammi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu. Kjalar hafði tekið lán í gegnum hollenskt dótturfélag sitt, Egla Invest BV. Eftir að láninu var sagt upp, sagði fundargerð lánanefndar að „líklega muni Kaupþing þurfa að fjármagna hlut Kjalars í Kaupþingi."

Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að á þessum tímapunkti hafi tilvist Kaupþings verið ógnað.

Kaupþing fjármagnaði einnig kaup á hlutabréfum samkeppnisaðilanna. Þannig fengu fjárfestingafélögin Saxbygg, Sund, Jötunn og Elliðahamar alls 42 milljarða að láni í apríl 2007 til að kaupa 12,5% hlut í Glitni. Lánið samsvaraði á þeim tíma tæpum þriðjungi eiginfjár Glitnis. Fram kemur í skýrslunni að viðskiptin hafi ekki haft áhrif á eigið fé Glitnis, heldur verið til þess fallin að auka óstöðugleika bankakerfisins. Með skuldsettum kaupum á hlutabréfum varð þannig aðeins til útstreymi eiginfjár í bankakerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK