Íslensk fyrirtæki verða að fjárfesta

Vilmundur Jósefsson.
Vilmundur Jósefsson.

„Íslensk fyrirtæki verða að fjárfesta,  hafa greiðan aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum án gjaldeyrishafta, lágum vöxtum og bankakerfi með góð alþjóðleg tengsl til þess að standast alþjóðlega samkeppni," sagði Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, þegar hann setti aðalfund SA í dag.

Vilmundur sagði, að fyrirtækin verði að hafa aðgang að markaði fyrir skuldabréf og hlutabréf og endurreisn trausts á verðbréfamarkaði sé einn lykilþáttur í uppbyggingunni.

„Fyrirtækin verða að hafa svigrúm til þess að stunda nýsköpun, skapa ný störf og geta hagnast og greitt eigendum sínum eðlilegan arð. Fjárfestingar í útflutningsgreinum þurfa að verða á breiðu sviði, allt frá orkufrekum iðnaði, meðalstórum iðnaðarkostum til uppbyggingar ferðaþjónustu. Til þess verða allir ábyrgir aðilar - stjórnvöld, hagsmunasamtök, fólk og fyrirtæki  - að standa saman um þessi lykilatriði."

Ræða Vilmundar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK