Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar mikið

Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New …
Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu hefur lækkað mikið í dag en skýringin á verðlækkuninni er sú að evran hefur ekki verið jafn lág gagnvart Bandaríkjadal í meira en ár. Evran fór fyrr í dag niður í 1,2805 dali og hefur ekki verið jafn lágt skráð síðan 12. mars í fyrra. Viðskipti með olíu fara fram í dölum.

Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júní hefur lækkað um 2,45 dali í 83,22 dali tunnan í Lundúnum í dag.

Verð á hráolíu til afhendingar í júní hefur lækkað um 2,66 dali tunnan í 80,08 dali tunnan í viðskiptum í New York í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK