Stefnir í verkfall hjá British Airways

TOBY MELVILLE

Margt bendir til að flugliðar hjá British Airways fari í verkfall 17. maí nk, þar sem samningaviðræður runnu út um þúfur í gær. Gæti verkfallið haft áhrif á ferðir 1,8 milljónir farþega, segir í frétt Guardian í morgun. Er talið að aðgerðirnar geti staðið yfir í allt að 20 daga, náist ekki samningar.

Hafa allt að 80% flugliða hjá BA hafnað því tilboði sem vinnuveitendur þeirra lögðu nýverið fram. Næsti samningafundur er fyrirhugaður á mánudag. Boðaðar hafa verið aðgerðir í fjórum skrefum, alls fimm daga í senn en með sólarhringsbili á milli. Yrði það ekki til að bæta ástandið sem eldgosið í Eyjafjallajökli skapaði á dögunum, þegar fjöldi flugferða hjá BA og öðrum evrópskum flugfélögunum féll niður dögum saman.

Miðað við spár um öskufall gæti flug raskast að nýju frá London, strax síðdegis á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK