Gert að greiða sekt fyrir peningaþvætti

STR

Hollenski bankinn ABN AMRO, sem Royal Bank of Scotland yfirtók árið 2007, þarf að greiða 500 milljónir Bandaríkjadala, 63,3 milljarða króna, í sekt til bandarískra stjórnvalda fyrir að hafa aðstoðað banka og viðskiptavini þeirra, í ríkjum sem eru á svörtum lista, við peningaþvætti.

Ronald Machen, ráðuneytisstjóri í bandaríska dómsmálaráðuneytinu, segir að í meira en áratug hafi ABN AMRO bankinn aðstoðað ríki sem eru beitt refsiaðgerðum við peningaþvætti sem nemur hundruð milljónum dala og þannig brotið bandarísk lög. Meðal annars banka í Íran, Líbýu, Súdan og Kúbu. Öll eru ríkin beitt refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Kúba hefur til að mynda verið beitt viðskiptaþvingunum í tæpa hálfa öld.

Samkvæmt dómsskjölum fóru yfir 3,2 milljarðar dala um útibú ABN í New York frá alls konar skúffufyrirtækjum og erlendum fjármálastofnunum sem þykja vafasamar.

ABN AMRO samþykkti að greiða 500 milljónir dala í stjórnvaldssekt og losna þannig undan formlegri ákæru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK