Hagnaður HS Orku 1,2 milljarðar

Hagnaður HS Orku nam 1,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 802 milljónum króna. Segir í tilkynningu frá félaginu að betri afkoma stafi aðallega af hækkun á álafleiðum (framtíðarvirði álsölusamninga) en á móti komi umtalsverð lækkun gengishagnaðar, gjöld í stað tekna vegna hlutdeildarfélaga og hækkun skatta.

Samkvæmt árshlutareikningnum námu heildartekjur félagsins 1,81 milljarði króna samanborið við 1,55 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2009. Þessa tekjuaukningu má í meginatriðum rekja til hækkunar tekna af raforkusölu til stóriðju vegna mun hærra álverðs en á sama tímabili 2009, að því er segir í tilkynningu.

Haft er eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóra HS Orku, að eiginfjárhlutfallið hafi hækkað úr 35,5% í ársbyrjun í 39,2% en það var 16,7% fyrir fimmtán mánuðum síðan.  En hlutafé félagsins var aukið um 2,5 milljarða króna á tímabilinu.

Sjá tilkynningu hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK