Ekki samstaða um alþjóðlegan bankaskatt

Ekkert verður úr því að lagður verði á alþjóðlegur skattur á stærstu banka heims en viðræður um slíka skattlagningu runnu út í sandinn meðal leiðtoga helstu iðnríkja heims í Toronto í Kanada í dag. Á meðan leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims ræða málin þá undirbúa mótmælendur sig fyrir utan fund þeirra þrátt fyrir mikla öryggisgæslu.

Gera þeir sem skipuleggja mótmælin ráð fyrir að 5-10 þúsund manns muni taka þátt í þeim.

Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt að þeir teldu að slík skattlagning muni draga úr líkum á of mikilli áhættusækni fjármálafyrirtækja. Um leið þá væri lagt í sjóð til þess að mæta áfallinu sem verður við næsta hrun.

Hins vegar eru þau ríki þar sem bankakerfið hrundi ekki í efnahagshruninu lítt hrifin af hugmyndinni. Enda telja þau að þeirra bankar beri litla sem enga ábyrgð á því sem gerðist. Meðal þeirra eru Kanada, Ástralía og nokkur önnur nýmarkaðsríki líkt og Brasilía og Indland og Mexíkó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK