Auður eignast Yggdrasil

Yggdrasil er komið í eigu Auðar 1.
Yggdrasil er komið í eigu Auðar 1. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Auður I fagfjárfestasjóður slf. og einkafjármagnssjóðurinn Arev NI slhf. hafa náð samkomulagi um kaup Auðar I á 100% hlut í félögunum Yggdrasil ehf. og Veru líf ehf.  Félögin voru áður í eigu Arev NI einkafjármagnssjóðsins. 

Yggdrasill og Vera líf sinna heildsölu og smásöluverslun á  lífrænt ræktuðum og heilsusamlegum vörum.  Meðal vörumerkja sem Yggdrasill flytur inn eru Rapunzel, Dr. Hauschka snyrtivörur frá Þýskalandi, Clipper te- og kaffivörur frá Bretlandi, Holle barnamatur frá Sviss og nokkur vörumerki frá hollenska fyrirtækinu Natudis.

Um er að ræða fimmtu fjárfestingu fagfjárfestasjóðsins Auðar I sem rekinn er af Auði Capital hf., en sjóðurinn festi nýlega kaup á öllu hlutafé í símafyrirtækinu Tal. 

Með kaupunum hyggst sjóðurinn styrkja stöðu fyrirtækja sinna á markaði fyrir heilsu- og lífræntræktaðarvörur, ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri og styrkja grundvöllinn fyrir frekari sókn í framtíðinni en fyrir á Auður I einnig félögin Maður Lifandi og BioVörur, samkvæmt tilkynningu.

Einkafjármagnssjóðurinn Arev NI er í eigu eignarhaldsfélagsins Arev ehf. og Sparisjóðabankans. Sjóðurinn hefur fjárfest í óskráðum vaxtarfyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og léttum iðnaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka