Buffett gefur 1,93 milljarða dala til góðgerðarmála

Warren Buffett
Warren Buffett Reuters

Bandaríski milljarðamæringurinn, Warren Buffett, sem ætlar að gefa 99% af eignum sínum til góðgerðarmála, hefur gefið fimm góðgerðarsamtökum hlutabréf í félagi sínu sem metin eru á 1,93 milljarða Bandaríkjadala, 242,5 milljarða króna.

Í tilkynningu til bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC, kemur fram að stærstur hluti hlutafjárins, 1,6 milljarðar dala, rennur í góðgerðarsamtök hjónanna Bill og Melindu Gates en þau hjón eru miklir vinir Buffett. Í ævisögu hans kemur fram að það er vegna þess góða starfs sem þau hafa unnið í gegnum samtök sín sem hann tók ákvörðun um að gefa nánast öll auðævi sín til góðgerðarmála.

Það sem af er ári hefur Buffett, sem á og rekur fjárfestingafyrirtækið Berkshire Hathaway, 20,4 milljónir hluta í Berkshire Hathaway til stofnunar Gates hjónanna. Eru bréfin metin á um 1,6 milljarða dala.

Sherwood Foundation, Howard G. Buffett Foundation og  NoVo Foundation, fengu 713 þúsund hluti hver stofnun og yfir tvær milljónir hluta runnu til Susan Thompson Buffett Foundation.

Buffett hefur hvatt fleiri auðjöfra til þess að gefa til góðgerðarmála og í síðasta mánuði  brýndi hann fyrir ríkjum Bandaríkjamönnum að gefa helming eigna sinna til góðgerðarmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK