Eign lífeyrissjóða minnkaði

Hrein eign lífeyrissjóðakerfisins til greiðslu lífeyris minnkaði um 21,9 milljarða króna í maímánuði eða um 1,2 prósent. Er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúar 2009 sem hrein eign lífeyrissjóðanna minnkar á milli mánaða. Kemur þetta fram í tölum frá Seðlabanka Íslands.

Helstu hreyfingar á efnahagsreikningi lífeyrissjóðakerfisins er að hlutabréfaeign þeirra minnkar umtalsvert eða um 34,5 milljarða króna og er þar einkum um að ræða lækkun í erlendri hlutabréfaeign þeirra. Eign í erlendum hlutabréfasjóðum lækkaði um 23 milljarða eða 6,7 prósent og í erlendum hlutabréfum um 8,4 milljarða eða 9,3 prósent.

Erlendir hlutabréfamarkaðir lækkuðu mikið í maímánuði í ár og kemur þessi lækkun hjá lífeyrissjóðunum ekki á óvart.

Skuldabréfaeign sjóðanna jókst aftur á móti um 18,4 milljarða króna í mánuðinum og er hlutur ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs þar stærstur. Jókst eign lífeyrissjóðanna í ríkisskuldabréfum um 9,5 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK