Bráðabirgðastjórn Avant skipuð

Avant hf. er dótturfélag Aska Capital.
Avant hf. er dótturfélag Aska Capital.

Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni Avant hf. um að skipa félaginu bráðabirgðastjórn. Þetta er gert á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki.

Bráðabirgðastjórn Avant hf. skipa Friðjón Örn Friðjónsson hrl. sem jafnframt er  formaður, Hulda Rós Rúriksdóttir, hrl. og Ljósbrá H. Baldursdóttir, löggiltur endurskoðandi.

Stjórn Aska Capital, helsta bakhjarls Avant samþykkti í dag að óska eftir slitameðferð á félaginu hjá dómstólum. Dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar höfðu mikil áhrif á hag félaganna.

Samkvæmt fyrrnefndu ákvæði laga um fjármálafyrirtæki getur stjórn fjármálafyrirtækis, sem á í þeim fjárhags- og rekstrarerfiðleikum að líkur séu til að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eða uppfyllt kröfur um lágmark eigin fjár, leitað eftir því við Fjármálaeftirlitið að það taki við ráðum yfir fyrirtækinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK