Léttir á Wall Street

Mikill fögnuður greip um sig í kauphöllinni þegar bankastjórn Seðlabankans …
Mikill fögnuður greip um sig í kauphöllinni þegar bankastjórn Seðlabankans kynnti aðgerðir sínar Reuters

Helstu hlutabréfavísitölur réttu úr kútnum á Wall Street í kvöld eftir að ljóst var að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi áfram styðja við bakið á bandarísku efnahagslífi með reglulegum inngripum.

Þrátt fyrir það lækkuðu vísitölurnar frá því í gær en þær höfðu allar fallið mjög mikið fyrstu klukkutímana sem kauphöllin í New York var opin í dag. 

Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,51%, Nasdaq 1,24% og S&P 500 0,59%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK