Uppljóstrarar gætu fengið milljónir í sinn hlut

Reuters

Ákvæði í nýsamþykktum lögum um umbætur á bandarískum fjármálamarkaði geta leitt til þess að uppljóstrarar geti hagnast um verulegar upphæðir leiði ábendingar þeirra til þess að fjármálafyrirtæki verði fundin sek um ólöglegt athæfi.

Ef ábending frá uppljóstrara leiðir til þess að bandaríska verðbréfaeftirlitið úrskurðar að fjármálafyrirtæki skuli greiða sekt sem er hærri en 1 milljón dala á hann rétt á að fá 10-30% í sinn hlut. Eins og bent er á í umfjöllun Financial Times hefur verðbréfaeftirlitið gert brotlegum fjármálafyrirtækjum að greiða sektir upp á allt að 800 milljónir dala. Því getur verið um verulegar fjárhæðir að tefla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK