Skipa nefnd um fjármálastöðugleika

Seðlabankinn.
Seðlabankinn.

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins skrifuðu í byrjun júlí undir  samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika. 

Að grunni til byggir samkomulagið og starf nefndarinnar á fyrra samkomulagi ráðuneytanna og stofnananna frá árinu 2006 um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað.

Nefndin á að vera vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og tillagnagerðar vegna fjármálastöðugleika og samhæfingar viðbúnaðar við hugsanlegu fjármálaáfalli. Þá er nefndinni ætlað að  stuðla að gagnsæi um verkaskiptingu milli aðila sem og samvinnu þeirra á milli.

Nefndin er ráðgefandi og tekur ekki ákvarðanir um aðgerðir en skal þó gera tillögur að aðgerðum þegar þurfa þykir.  Samkomulagið hefur þannig engin áhrif á ábyrgð aðila á málaflokkum sínum, né kemur í veg fyrir að þeir taki ákvarðanir í samræmi við heimildir sínar, hver á sínu sviði.

Nefndin fjallar m.a. um stöðu og horfur á fjármálamörkuðum, samráð og aðgerðir stjórnvalda vegna hugsanlegra fjármálaáfalla, breytingar á lögum, reglum og starfsháttum er varða verksvið nefndarinnar og þróun og breytingar í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega innan EES.  Nefndin getur staðið að og tekið þátt í viðlagaæfingum vegna hugsanlegra áfalla á fjármálamarkaði.  Hún skal einnig sinna samstarfi Norðurlanda og annarra Evrópuríkja vegna hugsanlegs fjármálaáfalls, sem s.n. „Domestic Standing Group“ íslenskra stjórnvalda.

Í nefndinni  sitja fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytis, forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands. Fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytis er formaður nefndarinnar og stýrir starfi hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK