Ekki hægt að byggja vitræna túlkun á hagtölum

Greining Íslandsbanka segir, að ekki sé hægt að byggja neina vitræna túlkun á hagtölum sem Hagstofan birti í byrjun vikunnar. Sveiflurnar í þeim á milli birtinga Hagstofunnar séu svo miklar að best sé að fara afar varlega í alla slíka túlkun.

Þannig hafi Hagstofan meðal annars sl. föstudag birt endurskoðaðar tölur fyrir annan ársfjórðung 2008 þ.e. tvö ár aftur í tímann. Telji stofnunin nú að þá hafi verið 0,8% samdráttur á þeim ársfjórðungi en fyrst þegar tölur fyrir þann ársfjórðung voru birtar taldi stofnunin að þá hefði verið 4,9% hagvöxtur.

Í þeim átta endurskoðunum sem hagvaxtartölur fyrir þann ársfjórðung hafi gengið í gegnum hjá Hagstofunni á þessu tveggja ára tímabili hafi hagvaxtartalan staðið hæst í 4,9% og lægst í 4,2% samdrætti. Sveiflan sé 9,1 prósenta og nái því yfir allan skalann i túlkun, allt frá miklum hagvexti yfir í mikinn samdrátt.

Segir Íslandsbanki, að niðurstaðan sé sú, að það sé ekkert byggjandi á þessum tölum. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi því staðið á sandi þegar þeir sögðu að kreppan væri tæknilega liðin hjá á grundvelli þessara talna.

„Og að sama skapi standa þeir einnig á sandi sem nú halda því fram á grundvelli sömu talna að kreppan sé enn til staðar og að ekkert sé að rofa til í íslenskum þjóðarbúskap," segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK