Gríðarlegt tap hjá Eik banka

Höfuðstöðvar Eikar banka í Þórshöfn.
Höfuðstöðvar Eikar banka í Þórshöfn.

Færeyski bankinn Eik gerir nú ráð fyrir að tap á rekstrinum á þessu ári verði 1,3 milljarðar danskra króna, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hefur danska fjármálaeftirlitið krafist þess, að bankinn útvegi nýtt eigið fé sem nemur 2,5 milljörðum danskra króna fyrir mánaðamótin.

Fram kemur í tilkynningu, sem Eik sendi frá sér í morgun, að danska fjármálaeftirlitið hafi úrskurðað að uppgjör bankans fyrir fyrri hluta ársins hafi innihaldið villur. Því verði  bankinn  að afskrifa 852 milljónir danskra króna á fyrri hluta ársins.

Fyrri áætlanir bankans gerðu ráð fyrir lítilsháttar hagnaði á þessu ári en nú er áætlað að tapið nemi 1,3 milljörðum danskra króna, eins og áður sagði.

Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, sagði í samtali við fréttavef Dimmalættingar í gær að Eik banki væri of stór til að falla. „Eik fyrir Færeyjar er eins og Danske Bank fyrir Danmörku,“ sagði Eidesgaard.

Talið er líklegt að heimastjórnin í Færeyjum þurfi að leggja Eik banka til aukið eigið fé, allt að 400 milljónir danskra króna, til að bankinn geti ráðist í afskriftir sem danska fjármálaeftirlitið hefur krafist að verði gerðar.

Svo virðist sem FIH hafi ekki verið einn banka undir smásjá danska fjármálaeftirlitsins, en það er danski hluti starfsemi Eik sem veldur bankanum mestum vandræðum. Hinn 30. september næstkomandi rennur ábyrgð danska ríkisins á ákveðnum skuldbindingum banka út, þó svo að innlán séu ennþá tryggð. Talið er að danskt fasteignasafn sem bankinn í Danmörku, sem áður var í eigu Kaupþings, sé helsti dragbítur efnahagsreiknings bankans.

Forstjórinn hættur

Forstjóri bankans, Marner Jacobsen, sagði starfi sínu lausu í gærmorgun, en það gerði einnig næstráðandi bankans, Bjarni Olsen. Tímabundinn forstjóri er Bogi Bendtsen sem var áður fjármálastjóri Eikar. Hlutabréf bankans hafa verið færð á athugunarlista, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Danmörku. Á tímabili í gær lækkaði gengi bréfanna í gær um 53%.

Tilkynning Eikar banka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK