Innfluttar vörur hækka þrátt fyrir lækkun evru og dals

Lækkun á gengi gjaldmiðla hefur ekki skilað sér út í …
Lækkun á gengi gjaldmiðla hefur ekki skilað sér út í verðlagið mbl.is

Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarna mánuði hvað varðar breytingu á verðlagi síðustu tólf mánuði. Til að mynda hafa búvörur og grænmeti lækkað um 0,5% og dagvara hefur hækkað um 1,8%. Innlendar vörur án búvöru skera sig úr hvað varðar verðhækkanir en á tólf mánuðum nemur hækkun þeirra 6,3%.

Innlendar vörur og grænmeti hafa hækkað um 3,3% á tólf mánaða tímabili.

Innfluttar vörur, það er allir undirliðir innfluttra vara eru reiknaðir með, hafa hækkað um 4,7% frá því í september í fyrra. Á sama tímabili hefur gengi evrunnar lækkað um 15,65% gagnvart íslensku krónunni. Bandaríkjadalur hefur lækkað um 8,31% gagnvart krónunni og pundið um 8,38% gagnvart krónunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK