Mikil skuldsetning á skuldabréfamarkaði

Skuldsetning á skuldabréfamarkaði kann að hafa ýkt sveiflur síðustu vikur …
Skuldsetning á skuldabréfamarkaði kann að hafa ýkt sveiflur síðustu vikur vegna veðkalla hjá fjárfestum. mbl.is/Frikki

Velflestir bankar og fjármálafyrirtæki á Íslandi bjóða fagfjárfestum upp á að eiga viðskipti með skuldabréf með lágu eiginfjárframlagi, eða allt niður í 5%.

Fagfjárfestar eru þeir sem geta sýnt fram á yfirráð yfir 100 milljónum eða meira af seljanlegum eignum, hafa starfað á fjármálamarkaði og hafa átt í talsverðum viðskiptum á markaði á næstliðnu ári.

Telja má líklegt að mikil skuldsetning á skuldabréfamarkaði hafi ýkt verðsveiflur síðastliðinna vikna, en einhver hluti þeirra sem voru með skuldsettar stöður lenti í veðköllum, sem geta sett söluþrýsting á markaðinn, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK