Efnahagsbati heimsins „í hættu“

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn SEBASTIEN PIRLET

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varaði við því í dag að efnahagslegur bati heimsins sé í hættu ef stærstu hagkerfi heims haldi ekki áfram að vinna saman. 

„Við verðum að viðhalda anda samvinnunnar. Án hans er efnahagsbatinn í hættu," voru lokaorð Strauss-Kahn í ræðu sem hann hélt á fundi AGS og seðlabankastjóra alls staðar að úr heiminum í Shanghai í dag, þar sem ræða á leiðir út úr kreppunni. „Nú er hætt við því að samhljómurinn sem náðist við að ná tökum á fjármálakreppunni leysist upp í ærandi sundurleitan kór, þegar þjóðir heims reyna í auknum mæli að taka einar á málunum. Þessi þróun er vís til þess að leiða okkur öll í verri stöðu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK