Kaupverð á Vestia lækkar

Landsbankinn heldur eftir 19% hlut í Icelandic Group.
Landsbankinn heldur eftir 19% hlut í Icelandic Group.

Verðið, sem Framtakssjóður Íslands greiðir fyrir eignarhaldsfélagið Vestia, hefur lækkað úr 19,5 milljörðum króna í 15,5 milljarða. Er ástæðan meðal annars sú, að Landsbankinn mun halda eftir 19% hlut í Icelandic Group í stað þess að selja félagið að fullu. Þá hefur verðmat eigna lækkað vegna breyttra forsendna.

Búið er að ganga frá kaupum sjóðsins á Vestia af Landsbankanum en tilkynnt var um kaupin í ágúst með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, sem nú er lokið.

Í endanlegu samkomulagi felst einnig, að hlutafjárloforð Landsbankans í Framtakssjóð Íslands lækkar úr 18 milljörðum króna í 15 milljarða. Ef stærð sjóðsins verður 60 milljarðar verður eignarhlutur bankans 25%. Hlutafjárloforð eru innkölluð hlutfallslega þegar fjárfest er og skilað til eigenda um leið og viðkomandi eign er seld.

Þau fyrirtæki, sem fylgja með í kaupunum á Vestia eru Icelandic Group, Teymi, Húsasmiðjan og Plastprent. Innan Teymis eru fyrirtækin Vodafone, Skýrr, EJS og HugurAX. 

Almenn stefna sjóðsins er að selja eignir eftir 4-7 ár en í einhverjum tilvikum er horft til skemmri tíma.

Gengið hefur verið frá því, að tveir af átta starfsmönnum Vestia koma til starfa til Framtakssjóðs Íslands. Aðrir starfsmenn hverfa til annarra starfa. Verða starfsmenn sjóðsins sjö eftir þessar breytingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK