Samstaða í bæjarstjórn Garðabæjar

Garðabær
Garðabær mbl.is/Rax

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2011 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær. Þetta er annað árið í röð sem fjárhagsáætlun bæjarins er samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 149 milljónir króna og að veltufé frá rekstri verði 13,2%.

Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að langtímaskuldir verða greiddar niður um tæplega 400 milljónir króna á árinu 2011 og að framkvæmdir, fyrir allt að 580 milljónir króna, verði fjármagnaðar án lántöku.

Stærstu framkvæmdir ársins eru bygging leikskóla í Akrahverfi í Garðabæ og upphafsframkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilis á Sjálandi.
Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011. Útsvar er með því lægsta sem gerist hjá íslenskum sveitarfélögum, 12,46% og gjaldskrárhækkanir eru óverulegar.

Ekki er reiknað með niðurskurði í helstu málaflokkum svo sem fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmálum og félagsþjónustu. Reglur um hvatapeninga til iðkunar íþrótta- og æskulýðsstarfs verða rýmkaðar þannig að börn frá 5 ára aldri eiga rétt á hvatapeningum á árinu 2011 en hingað til hafa þeir verið fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK