Landbúnaðarvörur hækka á heimsmarkaði

Rússneskur hveiti- og byggakur.
Rússneskur hveiti- og byggakur.

Greining Íslandsbanka segir, að ekkert lát sé hækkun landbúnaðarhrávara á alþjóðlegum mörkuðum, og sú þróun gæti haft nokkur áhrif á verðlagsþróun hérlendis á næstunni. Til að mynda sé verð á hveiti nú hærra en það hafi verið undanfarin tvö og hálft ár eftir snarpa hækkun síðustu daga. 

Hveitiverð hækkaði verulega á áliðnu síðasta sumri og hefur uppskerubrestur vegna rysjóttrar veðráttu í stórum hveitiútflutningslöndum á borð við Rússland og Ástralíu haft sitt að segja.

Íslandsbanki segir, að í krónum talið hafi hveitiverð hækkað um 90% frá miðju síðasta ári. Aðrar kornvörur hafi einnig margar hverjar hækkað verulega, en á sama tíma hafi innlent verð á brauði og kornvörum lítið breyst, miðað við mælingu Hagstofunnar.

Segir Greining Íslandsbanka, að mæstu mánuði megi gera ráð fyrir að verðbólguþrýstingur hér á landi vegna þessarar þróunar kunni að verða allnokkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK