Kalli í Pelsinum selur verslunarhús á Selfossi

Verslunarhúsið sést hér hinum megin við Tryggvatorg séð frá Hótel …
Verslunarhúsið sést hér hinum megin við Tryggvatorg séð frá Hótel Selfossi.

Fasteignafélag í eigu Karls Steingrímssonar, sem oftast er kallaður Kalli í Pelsinum, hefur sett í sölu stórt verslunarhúsnæði á Selfossi, en Krónan, Lyf og heilsa og fleiri verslanir eru þar til húsa.

Húsið var upphaflega byggt utan um rekstur Kaupfélags Árnesinga, en það félag varð svo gjaldþrota.

Stefán Hrafn Stefánsson hdl. fer með sölu eignarinnar og segir að fyrstu viðbrögð við auglýsingunni hafi verið róleg. „Við erum búin að vera með eignina í sölu í um viku og auglýsingin er nýbirt. Við eigum svo eftir að sjá hvað setur næstu daga, en menn eru kannski bara að þreifa á markaðnum og sjá til áður en þeir ákveða hvort þeir vilji skoða eignina betur.“ Í auglýsingu, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, segir að eignin sé alls um 8.000 fermetra stór að viðbættum lager og bílageymslum. Stór hluti eignarinnar sé þegar leigður út, meðal annars til Krónunnar og Lyfja og heilsu, en einnig til fleiri smærri verslana. Möguleiki sé á að hækka leigutekjur með því að leigja út það sem eftir stendur. Kaupendum býðst að taka yfir lán fyrir allt að 70% kaupverðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK