„Fegurð ykist með konum í stjórn“

Josef Ackermann
Josef Ackermann AP

Forstjóri Deutsche Bank sætir nú mikilli gagnrýni í Þýskalandi fyrir að hafa sagt að konur myndu auka fegurð og litadýrð ef þær tækju þátt í að stýra bankanum.

Josef Ackermann sagði þetta þegar hann var spurður hvort hann styddi tillögu um að þvinga fyrirtæki til að fjölga konum í æðstu stjórn þeirra.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að nokkur þúsund manns starfi hjá Deutsche Bank í London en engin kona sé meðal framkvæmdastjóra hjá bankanum.

Deutsche Bank er ekki eina þýska fyrirtækið sem er nær algerlega stjórnað af körlum. Af 80 stærstu fyrirtækjum landsins er ekkert þeirra með konu í æðstu stjórn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK