Ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ

Einar Hannesson er fyrrverandi sparisjóðsstjóri SpKef. Hann hefur nú verið …
Einar Hannesson er fyrrverandi sparisjóðsstjóri SpKef. Hann hefur nú verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ.

Einar Hannesson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Spkef, hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Einar mun taka við nýrri stöðu nú þegar.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum að umsækjendur um stöðuna hafi verið 15, þar af 5 starfsmenn Landsbankans og 10 utan bankans. Þrjár konur sóttu um starfið en 12 karlar.

Segir í tilkynningu að Einar hafi síðast starfað sem sparisjóðsstjóri SpKef, en hafi í kjölfar samrunans átt sæti í stýrihóp um sameiningu Landsbankans og SpKef.

Áður starfaði Einar sem forstöðumaður flugafgreiðslusviðs Icelandair Ground Service og staðgengill framkvæmdastjóra. Hann hefur lokið B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði auk MBA náms frá Háskóla Íslands.

Í kjölfar samruna Landsbankans og SpKef er útibú Landsbankans í Reykjanesbæ eitt það fjölmennasta hjá Landsbankanum, en undir útibúið heyra afgreiðslur í Vogum, Sandgerði, Njarðvík, Garði og Leifsstöð. Alls starfa um 60 manns í útibúi og afgreiðslum.

Einar er kvæntur Magndísi Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK