34,5 milljarða halli á Íbúðalánasjóði

Húsnæði Íbúðalánasjóðs.
Húsnæði Íbúðalánasjóðs.

Samkvæmt ársreikningi Íbúðalánasjóðs var halli á rekstrarreikningi á síðasta ári 34,5 milljarðar króna. Þar af voru  22,8 milljarðar króna kostnaður vegna 110% niðurfærslu lána einstaklinga.

Eigið fé Íbúðalánasjóðs í árslok var 8,6 milljarðar samanborið við rúma 10 milljarða í árslok 2009 og hefur þar verið tekið tillit til 33 milljarða króna eiginfjárframlags ríkissjóðs samkvæmt fjáraukalögum 2010. Framlagið var greitt til sjóðsins í lok mars 2011.

Eiginfjárhlutfall sjóðsins sem reiknað er samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðalánasjóð er 2,2% en var 3% í upphafi árs. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja.

Fram kemur í ársreikningi sjóðsins, að laun Sigurðar Erlingssonar, sem tók við starfi framkvæmdastjóra í nóvember, námu  2 milljónum króna á síðasta ári en laun Guðmundar Bjarnasonar, sem lét af störfum um mánaðamótin júní-júlí, námu 8,8 milljónum króna. 

Tilkynning Íbúðalánasjóðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK