Samstarf um miðlun reikninga

Brynjar Hermannsson frá DK, Sigurður Örn Arnarson og Friðbert Elí …
Brynjar Hermannsson frá DK, Sigurður Örn Arnarson og Friðbert Elí Kristjánsson frá Sjófiski og Markús Guðmundsson frá Sendill.is. mbl.is

DK hugbúnaður ehf. og Sendill.is eru í samstarfi um miðlun rafrænna reikninga á NES-UBL formi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Sjófiskur sjávarfang ehf. er fyrsta fyrirtækið með DK viðskiptakerfi til að nýta sér lausnina og sendir nú um 500 reikninga á mánuði til Reykjavíkurborgar. Reikningarnir eiga uppruna sinn í sölureikningakerfi DK sem tryggir að sendandi hefur alltaf skýra yfirsýn yfir rafræna reikninga einstakra viðskiptavina sinna.

„Í febrúar bárust fyrstu rafrænu reikningarnir til borgarinnar, sem áttu uppruna sinn í DK viðskiptakerfinu, alls bárust um 500 reikningar sem allir skiluðu sér hratt og örugglega inn í bókhaldið með öllum nauðsynlegum upplýsingum til að bóka reikninginn sjálfvirkt,“ sagði Lúðvík Vilhelmsson á fjármálaskrifstofu Reykjavíkur.

Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari, sagði reynslu Sjófisks af rafrænum reikningum mjög jákvæða. „Reikningarnir skila sér merkjanlega fyrr í greiðslu auk þess sem afstemming allra þessara reikninga hefur sýnt sig að vera mun einfaldari og öruggari.“

Sendill.is sérhæfir sig í miðlun rafrænna reikninga og annarra viðskiptaskjala milli fyrirtækja og stofnana. Í dag geta allar opinberar stofnanir móttekið rafræna reikninga í gegnum Sendil.is, ýmis sveitafélög og fyrirtæki auk 70 þúsund fyrirtækja og stofnana í Danmörku. Sendill.is er íslenskt fyrirtæki og byggist alfarið á íslensku hugviti.

DK hugbúnaður ehf. er framleiðandi DK viðskipta- og upplýsingakerfa. Í dag eru notendur DK hugbúnaðar orðnir nálægt fjögur þúsund. Þeir eru úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört.

Sjófiskur sjávarfang ehf. er stóreldhús sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu í ferskum fiski, fiskréttum og sjávarfangi fyrir stóreldhús, mötuneyti og verslanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK