Laun hækka mest í fjármálaþjónustu

Regluleg laun voru að meðaltali 0,5% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2011 en í ársfjórðungnum á undan, samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofan birti í dag.

Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,6% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,2% að meðaltali.

Frá fyrra ári hækkuðu laun um 4,5% að meðaltali; hækkunin var 5,6% á almennum vinnumarkaði og 1,9% hjá opinberum starfsmönnum.

Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum 1,5% en á sama tíma hækkuðu laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 0,3%. Frá fyrra ári hækkuðu laun mest í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (8,5%) en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (2,5%).

Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun sérfræðinga mest frá fyrri ársfjórðungi eða um 1,5% en laun iðnaðarmanna og þjónustufólks hækkuðu að meðaltali um 0,1% á sama tímabili. Laun sérfræðinga hækkuðu jafnframt mest frá fyrra ári eða um 7,6% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, um 4,2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK