Bankar verði ekki neyddir til björgunaraðgerða

Nout Wellink, seðlabankastjóri Hollands.
Nout Wellink, seðlabankastjóri Hollands.

Seðlabankastjóri Hollands segir að ekki ætti að neyða hollenska einkabanka til þess að leggja fé til frekari björgunaraðgerða fyrir grískt efnahagslíf.

„Við verðum að styðja Grikki, við verðum að komast aftur á beinu brautina. Það er hins vegar ekki hægt að neyða bankana, þeir verða að gera það að eigin vilja,“ segir Nout Wellink, seðlabankastjóri Hollands.

Sagðist hann sammála Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, um skuldavanda Grikkja en hann varaði í vikunni við því að koma fram við suma lánveitendur á mismunandi hátt.

Hollenskir þingmenn samþykktu með miklum meirihluta í fyrra að hlaupa undir bagga með Grikkjum með því að veita fé í margra milljarða evra neyðarlán til þeirra.

Andstaða er þó við það að leggja til fé í nýtt neyðarlán til Grikkja en Seðlabanki Evrópu hefur til loka mánaðar til að gera upp við sig hvort það verður samþykkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK