Afkomuviðvörun frá Bank of America

Bank of America
Bank of America Reuters

Bank of America hefur gefið út afkomuviðvörun þar sem fram kemur að útlit sé fyrir að tap bankans nemi allt að 9,1 milljarði Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðingi.

Segir í tilkynningu frá bankanum að hann hafi samþykkt að greiða 8,5 milljarða dala kröfur vegna fasteignalána og 5,5 milljarða dala vegna annarra krafna.

Um er að ræða dómssátt í máli sem hópur fjárfesta höfðaði gegn bankanum sem töpuðu háum fjárhæðum á fasteignaveðlánum bankans áður en fasteignalánamarkaðurinn hrundi í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK