Evruskuldabréf ekki umræðuefnið

Nicolas Sarkozy og Angela Merkel
Nicolas Sarkozy og Angela Merkel Reuters

Sameiginleg skuldabréf evru-ríkja verða ekki rædd á fundi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, í París á morgun.

Á blaðamannafundi í Berlín í dag sagði talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, að slík skuldabréfaútgáfa yrði ekki til umræðu á fundi leiðtoganna tveggja.

Líkt og greint var frá á mbl.is í gær útiloka þýsk stjórnvöld ekki lengur þann möguleika að gefin verði út sameiginleg skuldabréf evruríkja og að Evrópusambandinu verði þannig formlega breytt í skuldabandalag. Reuters-fréttaveitan greindi frá þessu í gær og vitnar í frétt þýska dagblaðsins Welt am Sonntag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK