Exista verður Klakki

Skipti, móðurfélag Símans er í eigu Klakks
Skipti, móðurfélag Símans er í eigu Klakks mbl.is/Kristinn

Á hluthafafundi í Exista sem haldinn var í dag var ákveðið að breyta nafni félagsins og heitir það nú Klakki ehf.

Með nafnbreytingunni er nýtt eignarhald og hlutverk félagsins undirstrikað, segir í tilkynningu.

„Eftir nauðasamninga sem kröfuhafar félagsins samþykktu á síðasta ári er Klakki nú nær alfarið í eigu íslenskra og erlendra fjármálastofnana og lífeyrissjóða. Jafnframt hafa verkefni félagsins breyst og er sjónum nú einvörðungu beint að stýringu á núverandi eignasafni Klakka. Helstu eignir félagsins eru Skipti hf. (móðurfélag Símans, Mílu og Skjásins),Vátryggingafélag Íslands hf., Líftryggingafélag Íslands hf. og  Lýsing hf.,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK