Áhlaup á Dexia

Reuters

Reikningseigendur í fransk/belgíska bankanum Dexia tóku 300 milljónir evra út af reikningum sínum á þriðjudaginn, eða sem nemur ríflega 47,5 milljörðum króna, í kjölfar þess að fréttir bárust af erfiðri stöðu hans. Belgíska dagblaðið De Tijd segir frá þessu í dag.

Fram kemur í frétt blaðsins að úttektirnar væru engu að síður lítill hluti af innistæðum í bankanum og mun minni en gerðist þegar efnahagskrísan hófst haustið 2008.

Frönsk og belgísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni koma Dexia til bjargar ef á þurfi að halda en bankinn, sem er stærsti banki Belgíu, á mikið af grískum og ítölskum ríkisskuldabréfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK