Vaxtahækkun seinkar bata

mbl.is/Helgi Bjarnason

Samtök atvinnulífsins lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,25%.

„Vaxtahækkun við ríkjandi aðstæður sem einkennast af allt of lágu fjárfestingarstigi, miklum slaka í efnahagslífinu, stórfelldu atvinnuleysi og hóflegum vexti almennrar eftirspurnar er til þess fallin að draga úr og seinka þeim efnahagsbata sem nauðsynlegur er þannig að atvinnuleysi minnki í ásættanlegt horf og fyrirtækin fái lífvænleg starfsskilyrði.

Verðbólgan á skemmri tíma mælikvarða er á niðurleið og kostnaðaráhrif kjarasamninga annað hvort kominn fram eða bundin næstu árin og þar með utan áhrifasviðs peningastefnunnar. Lækkandi hrávörðuverðshækkanir á alþjóðamörkuðum, lakari efnahagshorfur erlendis og styrking krónunnar ættu að stuðla að því að verðbólgumarkmið bankans verði í sjónmáli innan fárra missera," segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK