Hvernig Ísland bjargaðist

Martin Wolf.
Martin Wolf. mbl.is

Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times, bloggar um Ísland á vef blaðsins. Þar segir hann að það sem hafi gerst á Íslandi fyrir hrun sé augljóst: bankarnir fengu að leika lausum hala. Fyrirsögn greinar Wolfs er: „How Iceland survived the fire" eða hvernig Ísland bjargaðist úr eldinum.

Árið 2007 hafi eignir bankanna þriggja verið níföld landsframleiðsla og þrátt fyrir að bankarnir hafi ekki verið of stórir til að falla miðað við alþjóðlega staðla þá voru þeir of stórir fyrir Ísland.

Wolf fjallar í bloggi sínu um erindi sem flutt voru á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði. Var Wolf meðal ræðumanna.

Hrósar Wolf Íslendingum fyrir það hvernig staðið var að hjá bönkunum, að láta lánadrottnana hanga í snörunni, ólíkt Írum. „Gott fyrir Ísland!", skrifar Wolf og bætir við að Ísland hafi staðið sig vel síðustu þrjú árin.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK