Var risabanki við það að falla?

Greiningadeild Nordea segir að sá kvittur gangi að risabanki hafi …
Greiningadeild Nordea segir að sá kvittur gangi að risabanki hafi verið óþægilega nærri því að falla í gær. mbl.is/GSH

Óttinn við fall evrópsks risabanka kann að vera ástæða þess að stærstu seðlabankar heims komu evrusvæðinu til hjálpar í gær. Starfsmenn greiningadeildar Nordea-bankans segja að sá kvittur gangi í fjármálaheiminum að nærri hafi legið að bankahrun yrði í Evrópu.

Engin skýring var gefin opinberlega á því hvers vegna seðlabankarnir stóru komu skyndilega til hjálpar í gær. „Vangavelturnar ganga út á að evrópskur stórbanki hafi ekki lengur átt aðgang að lánsfé og minnugir mistakanna með Lehman Brothers mætti það ekki endurtaka sig vegna skorts á aðgangi að lánsfé,“ segir m.a. í morgunpistli greiningardeildar Nordea, að sögn fréttavefjarins epn.dk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK