Lækkun í Evrópu

Reuters

Þýska hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,4% eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Frankfurt og er lækkunin rakin til viðvörunar S&P í gærkvöldi um mögulega lækkun á lánshæfiseinkunn evruríkjanna. Viðvörun S&P virðist hafa gert að engu væntingar fjárfesta um þær tillögur sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kynntu í gær til bjargar evrusvæðinu.

Í Lundúnum lækkaði  FTSE 100-vísitalan um 0,72% og í París lækkaði CAC-vísitalan um 0,95%.

Standard & Poor's varaði við því í gær að svo kynni að fara að fyrirtækið myndi lækka lánshæfiseinkunn flestra evruríkjanna, þar á meðal Frakklands og Þýskalands sem eru með hæstu einkunn hjá fyrirtækinu, þrefalt A.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK