Lækkun í kjölfar viðvörunar

Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu lækkuðu í dag eftir að alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's setti lánshæfiseinkunnir allra ríkjanna á evrusvæðinu á athugunarlista og segir hugsanlegt að einkunnirnar verði lækkaðar.

 Í Tókýó lækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan um 1,39%, í Seúl nam lækkunin 1,04% og í Hong Kong hefur Hang Seng hlutabréfavísitalan lækkað um 1,44%.

 Í Sydney lækkaði hlutabréfavísitalan um 1,48% en í morgun lækkaði Seðlabanki Ástralíu stýrivexti og varaði við áhrifum frá efnahagsþrengingum í heiminum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK