Verðbólgan er innbyggð í kerfið

mbl.is

Verðstöðugleiki er ekki fyrir hendi í íslenska hagkerfinu sökum þess að verðbólgan er innbyggð í kerfið. Fyrir þessu eru færð rök í fréttabréfi verðbréfafyrirtækisins Júpiter.

Á það er bent að það eigi ekki að koma verulega á óvart að verðtryggðar eignir þeirra banka sem veitt hafa húsnæðislán í stórum stíl hér á landi séu talsvert umfram verðtryggðar skuldbindingar bankanna.

Þegar litið er til efnahagsreikninga stóru viðskiptabankanna – Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka – þá kemur í ljós að samanlagður verðtryggingarjöfnuður þeirra var jákvæður um meira en 144 milljarða króna við lok þriðja fjórðungs 2011. Það nemur tæplega þriðjungi samanlagðs eigin fjár bankanna þriggja, en engar reglur gilda um verðtryggingarjöfnuð banka – öfugt við gjaldeyrisjöfnuðinn.

Fram kemur í greiningu Júpiters að íslenska bankakerfið hafi því hagsmuni af því að verðbólgan verði meiri fremur en minni hvað þetta atriði varðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK