Samanburður ekki Íslandi í hag

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair fluttu erindi á Viðskiptaþingi mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, segir ekki hægt að líkja saman því viðhorfi sem íslenskt atvinnulíf mætir frá íslenskum stjórnvöldum og því sem norskt atvinnulíf mætir frá þarlendum stjórnvöldum. Segir hann samanburðinn ekki Íslandi í hag.

Að sögn Þorsteins leggja Norðmenn mikla áherslu á markaðsstarf og norsk stjórnvöld reki víða markaðsskrifstofur þar sem áhersla er lögð á að kynna norskan fisk. Hér sé staðan allt önnur. Tók Þorsteinn Már dæmi af því þegar norskur ráðherra fór með yfir 100 manns með sér til Afríku að kynna sjávarútveg Norðmanna þar. Hann segir að sjávarútvegsráðherra Noregs eigi í miklum samskiptum við atvinnulífið, meðal annars með fundum með verslunarkeðjum, bönkum og svo lengi mætti telja. Stjórnsýslan í Noregi sé mun einfaldari en hér þar sem stefnuleysi ríkir í málefnum sjávarútvegsins á Íslandi.

Sjávarútvegsráðherra Noregs skammist sín ekki fyrir að láta sjá sig með atvinnulífinu og hikar ekki við að leita aðstoðar hjá atvinnulífinu hvað varðar breytingar á skattkerfinu ofl., segir Þorsteinn Már. Hann sagðist hins vegar ekki ætla að fara yfir stöðuna á Íslandi í erindi sínu, hana þekki allir.

Þorsteinn Már segir að orðfærið sem notað er um þá sem starfa í sjávarútvegi  af íslenskum stjórnvöldum sé slíkt að hann vilji ekki hafa það eftir.

Í lok ræðu sinnar sýndi Þorsteinn Már myndskeið þar sem forsætisráherra Noregs, Jens Stoltenberg, ávarpaði viðskiptaþing þar í landi. Þar sem hann þakkaði fyrir þann heiður sem honum væri sýndur með að fá að vera með þeim.

Viðskiptaráð á Íslandi bauð forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, að ávarpa Viðskiptaþingið í dag en hún hafði ekki tök á því.

Þorsteinn Már fór yfir færeysku leiðina og þá íslensku í erindi sínu og nefndi færeyskt skip til sögunnar sem hafi aldrei komið til hafnar í Færeyjum og meirihluti áhafnarinnar hafi verið útlendingar.

Hann segir ekkert vandamál að fara færeysku leiðina sem þýði lítinn arð fyrir þjóðarbúið en það sé ekki það sem hann vilji gera ólíkt því sem sumir hafi lagt til og nefndi þar Magnús Orra Schram, þingmann Samfylkingarinnar, til sögunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK